Nýtt í ÓPUSallt.NET

5.0

Almennt

  • OA uppfærsla – kerfið og tæknin uppfærð til samræmis við nýjustu Windows útgáfur.
  • Hraðamál tekin í gegn.
  • Þessi útgáfa er skilyrði þess að hægt verði að uppfæra í næstu útgáfur.
  • Stofnskrár, breyta mörgum spjöldum í einu – Nú er hægt að sía niður á ákveðin atriði í stofnskrám og t.d. fylla út í vöruhópa, verð, bókunarflokka o.fl. með einu handtaki (líkt og í Excel).
  • WooCommerce tenging fyrir vefverslun.
  • Hægt er að breyta TAB order, röðin sem bendill fer í á spjaldi.
  • Power BI skýrslur.

Virkni

  • Viðskiptamenn/lánardrottnar – Við stofnun viðskiptamanns er hægt að láta kerfið sækja í fyrirtækjaskrá, nafn, heimili og póstfang.
  • Viðskiptamenn/lánardrottnar – tengingin við nýju þjóðskrá.
  • Viðskiptamenn/lánardrottnar – nafna svæði lengt í 50 stafi.
  • Stofnspjöld – Virkur/óvirkur – nú er hægt að merkja bókhaldsreikninga, viðskiptamenn, lánardrottna, vörutegundir, verðútreikninga og notendur. Hvort viðkomandi á að sjást í listanum eða ekki.
  • Fjárhagsbókhald – RSK reitaskráin (skattareitir) hefur verið uppfærð og endurbætt, ásamt skýrslum til að vinna uppgjör.
  • Birgðir – Vöruhópum fjölgað úr þremur í 6.
  • Algengustu nótueyðublöðum hvers notanda er hlaðið upp strax í ræsingu, flýtir nótugerð verulega.
  • Núna er hægt að velja BCC netfang sem allir tölvupóstar fara á.
  • Við prentun reikninga, þegar afrit kemur á prentara er hægt að stilla hvað lengi á að bíða þar til annaðhvort er hætt við prentun afrits eða afritið prentað sjálfkrafa.
  • Sniðmátum fjölgað um 16 – þau eru notuð til að forma það sem fer í tölvupóst með reikningum, afritum, yfirlitum o.fl.
  • Eyðublöð – nú er hægt að prenta mynd frá vörunúmeri á nótur og límmiða.
  • Nú er hægt að skrá í memo svæði upplýsingar um hvað hvert notendahlutverk gerir.
  • Stöður samkvæmt hreyfingum birgða – talsvert hraðari í núllstillingu.
  • ABC velta – keyrir nánast umsvifalaust.

 Tæknihliðin

  • Uppfært í .Net 4.8 – undirbúningur að uppfæra í .Net 6.0
  • Hraðari ræsing, hraðari uppflettingar, hraðari uppfærslur.
  • RSS feeds uppfærð í nýjasta staðal.
  • Núna er hægt að velja BCC netfang sem allir póstar fara á.
  • Virkni tölvupóstsendinga allar uppfærðar og staðlaðar.

 Næstu verkefni

  • Rafrænar tengingar uppfærðar bæði fyrir að senda og sækja nótur.
  • Endursenda rafrænar nótur.
  • Posa tenging.
  • Skýrslur frá Crystal Reports integrated to ÓpusAllt.
  • Afritataka beint úr ÓpusAllt.
  • Allur tölvupóstur fer í biðröð áður en hann er sendur út.
  • Allur tölvupóstur fer í biðröð áður en hann er sendur út.
  • Fjölga vörusölum (listi)
  • Í vinnslur – Nú er ÓPUSallt komið í skýið. Gögn eru geymd í gagnaveri á Íslandi, engin þörf fyrir eigin þjón og hægt að vinna í ÓPUSallt hvaðan sem er. ÓPUSallt er keyrt á háhraða þjónum í gagnaverum.
  • Í prófunum – Tollur – búið að samræma og testa móti nýjustu útgáfu Tollstjóra.